Thursday, October 16, 2014

Sólkjarnabrauð

Í þessari grein ætla ég að sýna hvernig ég gerði sólkjarnabrauð. Uppskriftin sem ég nota er úr bókinni Af bestu lyst I af blaðsíðu 30.

Uppskriftin

Ég byrja á að setja ger í volgt vatnsbað og læt það standa í 5-10mín. Á meðan þá blöndum við saman þurrefnunum okkar sama í aðra skál.


Þegar gerið og vatnið er búið að fá að standa þá blöndum við olíu við og að lokum þurrefnisblöndunni. Svo læt ég degið hefast í vatnsbaði


Þegar degið er búið að hefast þá hnoða ég það aftur.


Degið mitt er núna tilbúið og ég skipti því í þrjá jafna bita. Ég móta stóra kúlu úr einum bitanum, og svo skipti ég hinum tveim bitunum niður í fjóra jafn stóra bita hvor.


Ég raða littlu bitunum í kring um stóra bitan.


Að lokum pennsla ég þetta allt með eggi og strái sesamfræjum yfir.




Þetta heppnaðist mjög vel, því miður átti ég ekki til pressuger svo ég þurfti að nota þurrger svo fyrsta skrefið er kannski soldið skrítið en ég ákvað að fylgja uppskriftinni alveg. Svo notaði ég bara sesamfræ en ekki sólkjarnafræ. Allt fyrir utan það gékk mjög vel.

No comments:

Post a Comment