Jólakaka
Núna mun ég fara í gegnum það hvernig ég bý til jólaköku, en ég nota uppskrift í bókinni Við matreiðum sem er á bls 251.
![]() |
Uppskriftin |
Samkvæmt uppskriftinni má velja á milli aðferða en ég valdi aðferð I sem er sú sama og ég notaði í eplakökublogginu mínu. Þá byrja ég á því að blanda saman smjörlíki og sykri.
![]() |
Smjörlíki og sykurblandan |
Þegar Smjörlíkið og sykurinn eru búinn að blandast vel saman þá bæti ég við tveimur eggjum og held áfram að hræra. Þegar blandan mín var orðin vel þeytt þá hóf ég að bæta við þurrefnum og mjólk til skiptis á meðan ég hræri á hægum hraða. Það gékk mjög vel að búa til degið eftir þessari uppskrift aftur, eftir að maður var búinn að fá æfingu í eplakökunni.
Ég er ekki sérstaklega mikið fyrir rúsínur í jólaköku og þess vegna ákvað ég að hafa frekar súkkulaði í staðinn. Ég notaði dökkan súkkulaði hjúp og felldi hann inn í degið.
![]() |
Súkkulaðið komið í degið |
Þá er degið okkar alveg tilbúið og kominn tími á að setja degið í smurt jólakökuform.
Jóla kakan er svo bökuð á 175° í um eina klukkustund.
*cough rannveig cough*
No comments:
Post a Comment