Thursday, October 16, 2014

Naanbrauð

Í þessari grein ætla ég að sýna hvernig ég gerði naanbrauð, uppskriftin sem ég fer eftir er í bókinni Eldað í dagsins önn á blaðsíðu 117.



Ég byrja á því að setja sykur og ger saman í skál.


Ég blanda saman mjólk og jógúrt og set í örbylgjuofn til þess að hita upp í 37°. 


Næst blanda ég mjólkurjógúrtblöndunni við sykurgerblönduna og leyfi að standa. Síðan blanda ég saman restinni af hráefnunum eftir uppskriftinni og set svo í heitt vatnsbað.


Á meðan degið hefast, þá banda ég saman kryddi á disk, ég átti ekki garam masala svo ég notaði karrí í staðinn. Einning var ég með þurrkaðan kóríander frekar en ferskan.


Þegar degið er búið að hefast, þá hnoða ég það og skipti í tólf jafna búta og búum til naanbrauð úr þeim.

Hér sérðu hvernig á að búa til Naanbrauð

Þegar ég er búinn að búa til naanbrauðin þá set ég þau inn í ofn og á meðan bræði ég saman hvítlauk og smjör sem ég svo pennsla yfir þegar brauðin koma úr ofninum.


Rosalega gott
Þessi Naanbrauð voru alveg fáramlega góð, ég hefði líklegast geta kramið degið aðeins betur en mér fannst brauðin mín lyftast mjög mikið í ofninum. Það sem gékk vel var bara að þetta voru virkilega góð brauð!

No comments:

Post a Comment