Bananabrauð
Þá er röðinn kominn af bananabrauði, uppskriftin sem ég ætla að fylgja er úr bókinni Af bestu lyst 1 á blaðsíðu 32.
![]() |
Uppskriftin |
Það klikkaði soldið í byrjun hjá mér, en ég átti ekkert all-bran svo ég ákvað að nota kornflex í staðinn. Einning voru bananarnir mínir ekki nógu þroskaðir svo það byrjar allt á afturfótunum í þetta skiptið.
![]() |
Stappa saman banana og kornflex |
Þegar bananablandan er orðin nógu vel stöppuð blanda ég saman olíu, sykri og eggjum og bæti svo bananablöndunni við það.
![]() |
Allt í einn mauk |
Næst blanda ég saman öllum þurrefnunum saman í skál og hræri því rólega inn í degið.
![]() |
Þegar degið er tilbúið þá setjum við það ofan í smurt jólakökuform og þá er brauðið tilbúið í ofnin.
Bökum svo á 180° í eina klukkustund.
Útkoma leið bara heldur vel út. Ég er mikill aðdáandi Bananabrauðs svo ég var alveg til í eitt svona á heimilið. Var soldið skrítið að hafa kornflex en engu að síður mjög gott.
No comments:
Post a Comment