Thursday, October 9, 2014

Eplakaka

Eplakaka

Hlýtur að vera holl fyrst það eru epli í henni!

Jæja þá er komið að því að gera eplaköku og uppskriftin sem ég mun notar er úr bókinni  Við Matreiðum af blaðsíðu 253.

Uppskrifin og lýsing á Aðferð I

Ég byrja á því að hræra saman sykur og smjörlíki, smjörlíkið mitt var reyndar ekki neitt rosalega lint en það kemur ekki að sök.

Smjörlíki og sykur

Næst braut ég eitt egg ofan í glas og þeytti það lauslega með gaffli. Þegar það var búið þá blandaði ég því við smjörsykur blöndunar mína

Come to the Dark Side, we have applepie!
Blöndum vel saman

Ég sigtaði svo hveitið og lyftiduftið ofan í skál og mældi 1dl af mjólk. Þegar það var tilbúið blanda ég því til skiptist á meðan ég hræri hægt með vélinni.


Færi degið í smurt form

Þegar degið er tilbúið þá færi ég það yfir í smurt form. Það gékk mjög vel að gera degið, ég hafði aldrei gert neitt líkt þessu degi fyrir og fékk smá sjokk þegar ég sá uppskriftina en maður þarf bara að fylgja uppskriftinni vel.


Vel uppstilt mynd
Skrælum og skerum epli í báta. Ég klúðraði þessu smá þar sem ég skar eplið niður í alltof þunnar sneiðar. Eitthvað sem ég fattaði ekki fyrr en eftir að ég smakkaði kökuna.




Röðum eplunum smekklega á kökuna og svo stráum við kanilsykri yfir



Þá er kakan tilbúinn í ofninn við bökum hana á 175° í sirka 30-40 mín

Svo er bara að njóta
Mæli með að borða þessa með rjóma en hún uppfyllti allar væntingar.

No comments:

Post a Comment