Hversdagsbrauð
Þá er röðinn kominn að hversdagsbrauði. Uppskriftin sem ég fylgi er í bókinni Eldað í dagsins önn á blaðsíðu 112
![]() |
Uppskriftin |
Þessi uppskrift er mjög svipuð og hin brauðinn sem ég er búinn að vera gera. Því miður átti ég hvorki heilhveiti né brauðhveiti þá notaði ég venjulegt hveiti í staðinn, svo það gékk ekki vel.
Þegar ég var búinn að setja allt hveitið sem uppskriftin sagði mér að setja í degið, þá var það samt mjög blautt svo ég þurfti að bæta við töluverðu magni af hveiti áður en ég varð sáttur með degið mitt. Það gékk mjög vel að gera degið enda er ég kominn í mjög góða æfingu við það við gerðina á þessari verkmöppu.
![]() |
Allt að koma til |
Þegar ég var sattur með degið mitt þá setti ég það í smurt jólaköku form, penslaði degið með eggi og stráði sesamfræjum yfir.
![]() |
Sáttur með degið |
![]() |
Degið tilbúið í ofninn |
Ég fór kannski ekki algjörlega eftir uppskriftinni en engu að síður kom brauðið vel út og bragðaðist vel líka.
No comments:
Post a Comment