Thursday, October 9, 2014

Bollukaka með sesamfræi

Bollukaka með sesamfræi

Einfaldar og góðar í nesti

Hér mun ég sýna hvernig ég bakaði bolluköku með sesamfræi. Uppskrifin sem ég notaði er úr bókinni Við matreiðum af blasíðu 246. Sú uppskrift er upp á 30 bollur svo ég ákvað að helminga hana því annars hefði ég endað með alltof mikið af bollum.


Uppskrifin
Ég byrja á því að skella þurrefnum saman í eina skál

Þurrefnin komin saman í skál

Næst Þeyti ég egg, tek eina matskeið frá en helli restini ofan í skálina mína. Síðan blanda ég saman heitu vatni og kaldri mjólk og útkoman ætti að vera ylvolgur vökvi sem ég helli ofan í skálina mína og hræri vel. Útkoman var soldið blaut svo ég þurfti að blanda frekar miklu hveiti við, en þegar degið var orðið flott þá skellti ég loki á skálina og setti í eitt vatnsbað.


Add caption
Þegar degið er búið að hefast á að hnoða það aftur þangað til degið verður tilbúið



Þá er komið að því að skipta niður deginu í bollur. Þar sem uppskriftin segir að við ættum að fá 30 bollur og við gerðum hálfa uppskrift þá ættum við að gera 15 bollur úr þessu. Ég hinsvegar ákvað að gera 16 bollur aðeins útaf því það er auðveldara að skipta niður deginu. Þá skipti ég deginu í helming, og svo aftur í helming, og svo aftur í helming, oooog svo aftur í helming. Þá ættum við að fá 16 bollur sem ættu allar að vera í svipaðri stærð, þar sem það er auðveldast að skipta degi í tvo hluta.

Svo gerir maður þetta aftur....og aftur.

Þegar bollurnar eru tilbúnar þá byrjar ég á því að setja eina bollu í miðjuna og byrja síðan að raða restinni í kring um hana.




Þegar ég er búinn að raða bollunum pensla ég eggi ofan á þær og strái sesamfræum yfir og þá eru bollukakan tilbúinn í ofninn.


Þetta heppnaðist mjög vel, og bollurnar stóðust heldur betur væntingar.

No comments:

Post a Comment