Sunday, October 5, 2014

Snittubrauð

Snittubrauð

Löng og ljúffeng!

Snittubrauð eru virkilega einföld í gerð en eru samt rosalega góð. Þau er hægt að nota sem meðlæti með fjölmörgum réttum og enning er gott að smyrja þau með skinku, osti og pítusósu eða einhverju álíka. Í þessari grein ætla ég að sýna ykkur hvernig ég geri snittubrauð. Uppskriftin sem ég nota er úr bókinni Við Matreiðum af blaðsíðu 245.

Uppskrifin

Þessi uppskrift er í raun bara eins og hvert annað gerbrauð, ég byrja á því að blanda saman öllum þurrefnunum saman í skál og bæti svo við volgu vatni og matarolíu. 

Blöndum saman þurrefnum og bætum svo vökvan við

Þegar við erum að blanda saman þurrefnum og vökva þá geta oft farið að myndast kékkir og því er mikilvægt að taka vel á við blöndunina. Svo getur verið að degið verði of blautt og þá þarf að bæta við hveiti þar til degið verður tilbúið. 


Gullfallegt deig!


Þegar degið okkar er farið að líta vel út þá látum við það hefast, ég setti einfaldlega lok á skálina og lét hana svo liggja í heitu vatni.

Þegar degið er tilbúið ætti það að líta svona út

Eftir að degið er búið að hefast, þá byrjum við á því að hnoða það. Það er gott að byrja á því að strá hveiti á yfirborðið sem þú ætlar að hnoða á og einning að setja nóg hveiti á hendurnar þínar svo að deigið festist ekki við þær.

Réttu handtökinn og réttu bakstursbuxurnar!

Þegar við erum að hnoða þurrgersdeig er best að nota neðsta partinn af hendinni þinni eins og sést á myndinni hér fyrir ofan. Þegar degið er tilbúið þá skiptum við því upp í tvo jafna helminga og rúllum þeim í tvær jafn stórar lengjur.


Búið að skipta deginu upp í tvær lengjur

Núna fer allt að vera tilbúið í ofninn en fyrst þarf ég að skera grunna skurði á ská þvert yfir lengjurnar. Einning þarf ég að pensla eggi yfir degið, en því miður átti ég ekki til egg svo ég lét mjólk nægja.

Degið tilbúið í ofninn

Núna er degið okkar tilbúið í ofninn, það á að vera bakað við 225°c í sirka 15 mínótur.


Brauðið tilbúið!
Þetta heppnaðist bara mjög vel hjá mér en það er mjög gott að smyrja svona með skinku, osti, grænmeti og pítusósu.

No comments:

Post a Comment