Thursday, December 11, 2014

Töfrafiskur með Grænmetispottrétti

Í þessu bloggi ætla ég að fjalla um hvernig maður eldar Töfrafisk með Grænmetispottrétti, en uppskriftin sem ég mun notast við er í bókinni Eldað í dagsins önn á bls. 48 og Við matreiðum bls 175.



Þegar það var farið að styttast í próf fengum ég og Rannveig þá snildar hugmynd að  elda tvo rétti í einu. En við hugsuðum að Grænmetispottrétturinn myndi passa fullkomlega með töfrafisknum.

Ég ætla að byrja að tala um hvernig við gerðum töfrafiskinn. 

Það fyrsta sem við gerðum var að smyrja eldfastmót, dreyfðum eplabitum og karrý yfir það og glóðuðum í 4 til 5 mínótur. Næst skerum við fiskinn niður í nokkra bita, settum þá yfir eplinn, söltum, dreyfum smjörklípum á bitana og glóðum svo aftur í 5 til 8 mínótur. Að lokum stráum við rifnum osti ofan á réttinn, leyfum honum að bráðna inn í ofni, tökum réttinn út og skreytum með dilli og þá er fiskurinn tilbúinn. 

Næst kemur grænmetisrétturinn.

Við byrjum með þvi að léttsteikja sneidda laukinn ásamt kryddinnu og leyfum þvi karuma í smá stund. Við bætum svo við grænmetinu, sem við skárum í litla bita, ásamt niðursoðnum tómötum (ásamt safanum sem var í dósinni) og grænmetissoði sem við bjuggum til úr vatni og grænmetiskrafti. Þegar þetta allt var orðið meyrt þá bættum við kjúklingabaunum og tómatmauki. Við létum suðuna koma upp og þá var rétturinn tilbúinn.

Eins og ég sagði áðan þá var grænmetispottrétturinn hugsaður sem meðlæti með töfrafisknum svo þetta var eitt og sér heildstæð máltið. Eldamenskan heppnaðist mjög vel þrátt fyrir að við vorum að gera tvo rétti í einu. 

En sælir nú hvað þessir réttir komu á óvart, ég var hálf partinn kominn með annan fótinn á KFC þegar ég ætlaði að fara borða, því ég er ekki mikið fyrir grænmeti og er ekki mikið fyrir hvítan fisk. Þetta var virkilega gott saman, meira segja pottrétturinn, en þetta var sko það sem kom mest á óvart í þessari verkmöppu. Þessir réttir hringuðu væntingarnar mínar svona 10 sinnum og kom svo lang fyrstir í mark.






No comments:

Post a Comment