Thursday, December 11, 2014

Saltkjöt og Baunir

Í þessu bloggi ætla ég að fjalla um hvernig maður eldar Saltkjöt og Baunir, en uppskriftin sem ég mun notast við er í bókinni Eldað í dagsins önn á bls. 9.


Sælir nú hvað ég var sáttur með þetta verkefni enda ekki annað hægt en að fá saltkjöt og baunir að minnsta kosti tvisvar á ári. Það var smá undirbúningur fyrir þennan rétt en við létum baunirnar í bleyti daginn áður svo það tekur minni tima að sjóða þær. Þegar tími var kominn til að byrja að elda þá byrjuðum við á því að sjóða baunirnar og fleyta froðuna af þeim. Næst settum við kjötið ofan í pottinn og suðum í sirka 50mínútur. 



Á meðan það sauð skárum við niður grænmetið og þegar kjötið var búið að sjóða bættum við því öllu, nema spergilkálinu, út í pottinn. Við suðum grænmetið í sirka 15 mínútur og bættum þá spergilkálinu við og létum að sjóða í 5 mínótur í viðbót. 


Þessi réttur þarf ekkert meðlæti með sér.



Þessi réttur gékk mjög vel hjá okkur, persónulega finnst mér saltkjöt og baunir algjör snild og þessi heppnaðist mjög vel hjá okkur að öllu leiti finnst mér, þá sérstaklega bragðið. 




No comments:

Post a Comment