Wednesday, December 3, 2014

Íslensk Kjötsúpa

Í þessari grein ætla ég að fjalla um þegar ég og Rannveig gerðum saman íslenska kjötsúpu. Uppskriftin sem við notuðum kom úr bókinni Eldað í dagsins önn á bls. 9.




Það kom mér á óvart þegar ég las þessa uppskrift hvað það er lítið mál að gera kjötsúpu. Við byrjuðum á þvi að skjóða kjötið ásamt kraftinum og pössuðum að suðan detti ekki niður. Einnig þurfum við að taka sem mesta af froðunni þegar hún byrjar að myndast. Næst bætum við saltinu og súpujurtunum við og leyfum að sjóða í sirka klukkutíma. Þá  á meðan skárum við niður grænmetið. Þegar súpan var búin að fá að sjóða nóg bættum við grænmetinu í pottinn og svo til þess að þykkja súpuna þá hristum við saman súpuduft og 1dl af vatni og bættum í.

Það gékk allt mjög vel hjá okkur,

Þessi kjötsúpa er í senn mjög auðveld í gerð en samt soldið timafrek, hún var fullkominn alveg ein og sér og stóðst allar væntingar enda var hún í matinn tvo daga í röð.






No comments:

Post a Comment