Thursday, December 11, 2014

Steiktar Fiskibollur

Í þessu bloggi ætla ég að fjalla um hvernig maður gerir steiktar fiskibollur, en uppskriftin sem ég mun notast við er í bókinni Eldað í dagsins önn á bls. 40.




Við ákváðum að nota ýsu í okkar fiskibollur, en við byrjum á þvi að tæta fiskinn niður í matvinnsluvél. Þegar fiskurinn okkar er tilbúinn þá bætum við við þurrefnunum og hrærðu eggi. Þar sem okkur Rannveigu finnst laukur ekki vera góður í fiskibollum ákváðum við að sleppa þeim. Næsta skref er að blanda mjólkinni smám saman í blöndunar okkar og hræra á milli. Þegar það er búið á að móta bollur úr blöndunni og því næst steikja þær á þremur hliðum.

Ég og Rannveig settum bollurnar svo í eldfastmót og kláruðum að steikja þær í ofni því okkur fannst sósan í uppskriftinni ekki hljóma vel og við vildum frekar hafa stökkar bollur. Í staðinn gerðum við eina bestu karrýsósu sem ég hef smakkað en uppskritina af henni fá finna hér.

Í meðlæti með þessu voru svo hrísgrjón sem að klikka auðvitað ekki með karrysósu.

Þetta gékk allt mjög vel og í raun ekkert sem gékk illa. Þessar fiskibollur komu rosalega vel út og það er alveg ótrúlegt hvað heimatilbúnar fiskibollur eru miklu betri en þær sem maður kaupir út í búð. við munum pottþétt gera þessar aftur.






No comments:

Post a Comment