Thursday, December 11, 2014

Kjöt með Karrýsósu

Í þessu bloggi ætla ég að fjalla um hvernig maður eldar Kjöt í Karrý, en uppskriftin sem ég mun notast við er í bókinni Eldað í dagsins önn á bls. 22.


Jæja, þá er það seinasta bloggið og það er ekki að lakari kanntinum, en það er kjöt í karrý. Ég var sáttur með að þessi réttur hafi verið í verkmöppunni því þessi réttur klikkar seint. 

Við byrjum á þvi að hreynsa kjötið aðeins og setjum það svo ofan í sjóðandi vatn. Eins og í fyrri réttum þá veiðum við froðuna ofan af þegar kjötið er búið að fá að sjóða, en það á að sjóða í sirka 40mín. Þá setjum við gulræturnar og kartöflurnar, sem við vorum buinn að skera niður í bita, ofaní og sjóðum í sirka 15 mínótur í viðbót. Því næst tökum við kjötið og grænmetið upp úr og setjum til hliðar, þvi við erum að fara nota soðið í karrýsósunar.

Við byrjum á að taka soldið af soðinu og sjóða það. Næst hristum við saman léttmjólk, hveiti og karrý. Það eina sem er eftir er að blanda jafningnum út í soðið og hræra þvi vel saman. Við gerðum soldið mikið af sósunni en við erum öll karrý sjúk hér svo það var bara passlegt.

Þessi réttur er heildstæð máltið einn og sér, en við suðum nokkrar kartöflur í viðbót því okkar fannst vera svo lítið í réttinum einning hefðum við mátt sjóða hrísgrjón en við áttum þau ekki til.

Þessi réttur heppnaðist mjög vel og stóðst allar væntingar.







No comments:

Post a Comment