Wednesday, December 3, 2014

Steiktar kótelettur og brúnaðar kartöflur

Í þessari grein ætla ég að fjalla um þegar ég og Rannveig gerðum saman steiktar kótelettur og brúnaðar kartöflur. Uppskriftin sem við notuðum kom úr bókinni Við matreiðum þar sem  Steiktar kótelettur eða kjötsneiðar voru á bls. 118 og Brúnaðar kartöflur á bls. 155.



Við byrjum á kjötinu en þar sem við keyptum fryst kjöt daginn áður þá þurftum við að þerra kjötið vel áður en þvi var velt upp í kryddinu. Einning ákvaðum við að nota rasp en það var bara útaf því okkur fynnst það betra. Í staðin fyrir að brúna kjötið á pönnu þá settum við kjötið í eldfastmót, dreyfðum smjörklípum yfir kjötið og elduðum í ofni.

Við byrjuðum á brúnuðu kartöflunum með því að sjóða kartöflur og svo flysjuðum við þær. Þegar þær voru tilbúnar þá fórum við að vinna í karmellunni. Við bræddum saman smjörlíki og sykur og þegar hún var tilbuin þá heltum við kartöflunum út í karmelluna og hrærðum.

Sem meðlæti með þessu gerum við líka smjörlauk en þau er í raun bara smjör og saxaður laukur soðið saman. Smjörlaukurinn heppnasðist ekki alveg nógu vel, eins og sést á myndinni kom hann soldið þykkur og gulur út en var engu að síður mjög góður á bragðið. Einning var í boði grænar baunir og sulta. Afraksturinn af þessu verkefni var mjög góð máltið sem stóðst allar væntingar. Mér finnst það sem heppnaðist best vera kjötið en það var alveg virkilega bragðgott en samt mjög auðvelt að gera.








No comments:

Post a Comment