Thursday, December 11, 2014

Kjöt með Karrýsósu

Í þessu bloggi ætla ég að fjalla um hvernig maður eldar Kjöt í Karrý, en uppskriftin sem ég mun notast við er í bókinni Eldað í dagsins önn á bls. 22.


Jæja, þá er það seinasta bloggið og það er ekki að lakari kanntinum, en það er kjöt í karrý. Ég var sáttur með að þessi réttur hafi verið í verkmöppunni því þessi réttur klikkar seint. 

Við byrjum á þvi að hreynsa kjötið aðeins og setjum það svo ofan í sjóðandi vatn. Eins og í fyrri réttum þá veiðum við froðuna ofan af þegar kjötið er búið að fá að sjóða, en það á að sjóða í sirka 40mín. Þá setjum við gulræturnar og kartöflurnar, sem við vorum buinn að skera niður í bita, ofaní og sjóðum í sirka 15 mínótur í viðbót. Því næst tökum við kjötið og grænmetið upp úr og setjum til hliðar, þvi við erum að fara nota soðið í karrýsósunar.

Við byrjum á að taka soldið af soðinu og sjóða það. Næst hristum við saman léttmjólk, hveiti og karrý. Það eina sem er eftir er að blanda jafningnum út í soðið og hræra þvi vel saman. Við gerðum soldið mikið af sósunni en við erum öll karrý sjúk hér svo það var bara passlegt.

Þessi réttur er heildstæð máltið einn og sér, en við suðum nokkrar kartöflur í viðbót því okkar fannst vera svo lítið í réttinum einning hefðum við mátt sjóða hrísgrjón en við áttum þau ekki til.

Þessi réttur heppnaðist mjög vel og stóðst allar væntingar.







Töfrafiskur með Grænmetispottrétti

Í þessu bloggi ætla ég að fjalla um hvernig maður eldar Töfrafisk með Grænmetispottrétti, en uppskriftin sem ég mun notast við er í bókinni Eldað í dagsins önn á bls. 48 og Við matreiðum bls 175.



Þegar það var farið að styttast í próf fengum ég og Rannveig þá snildar hugmynd að  elda tvo rétti í einu. En við hugsuðum að Grænmetispottrétturinn myndi passa fullkomlega með töfrafisknum.

Ég ætla að byrja að tala um hvernig við gerðum töfrafiskinn. 

Það fyrsta sem við gerðum var að smyrja eldfastmót, dreyfðum eplabitum og karrý yfir það og glóðuðum í 4 til 5 mínótur. Næst skerum við fiskinn niður í nokkra bita, settum þá yfir eplinn, söltum, dreyfum smjörklípum á bitana og glóðum svo aftur í 5 til 8 mínótur. Að lokum stráum við rifnum osti ofan á réttinn, leyfum honum að bráðna inn í ofni, tökum réttinn út og skreytum með dilli og þá er fiskurinn tilbúinn. 

Næst kemur grænmetisrétturinn.

Við byrjum með þvi að léttsteikja sneidda laukinn ásamt kryddinnu og leyfum þvi karuma í smá stund. Við bætum svo við grænmetinu, sem við skárum í litla bita, ásamt niðursoðnum tómötum (ásamt safanum sem var í dósinni) og grænmetissoði sem við bjuggum til úr vatni og grænmetiskrafti. Þegar þetta allt var orðið meyrt þá bættum við kjúklingabaunum og tómatmauki. Við létum suðuna koma upp og þá var rétturinn tilbúinn.

Eins og ég sagði áðan þá var grænmetispottrétturinn hugsaður sem meðlæti með töfrafisknum svo þetta var eitt og sér heildstæð máltið. Eldamenskan heppnaðist mjög vel þrátt fyrir að við vorum að gera tvo rétti í einu. 

En sælir nú hvað þessir réttir komu á óvart, ég var hálf partinn kominn með annan fótinn á KFC þegar ég ætlaði að fara borða, því ég er ekki mikið fyrir grænmeti og er ekki mikið fyrir hvítan fisk. Þetta var virkilega gott saman, meira segja pottrétturinn, en þetta var sko það sem kom mest á óvart í þessari verkmöppu. Þessir réttir hringuðu væntingarnar mínar svona 10 sinnum og kom svo lang fyrstir í mark.






Saltkjöt og Baunir

Í þessu bloggi ætla ég að fjalla um hvernig maður eldar Saltkjöt og Baunir, en uppskriftin sem ég mun notast við er í bókinni Eldað í dagsins önn á bls. 9.


Sælir nú hvað ég var sáttur með þetta verkefni enda ekki annað hægt en að fá saltkjöt og baunir að minnsta kosti tvisvar á ári. Það var smá undirbúningur fyrir þennan rétt en við létum baunirnar í bleyti daginn áður svo það tekur minni tima að sjóða þær. Þegar tími var kominn til að byrja að elda þá byrjuðum við á því að sjóða baunirnar og fleyta froðuna af þeim. Næst settum við kjötið ofan í pottinn og suðum í sirka 50mínútur. 



Á meðan það sauð skárum við niður grænmetið og þegar kjötið var búið að sjóða bættum við því öllu, nema spergilkálinu, út í pottinn. Við suðum grænmetið í sirka 15 mínútur og bættum þá spergilkálinu við og létum að sjóða í 5 mínótur í viðbót. 


Þessi réttur þarf ekkert meðlæti með sér.



Þessi réttur gékk mjög vel hjá okkur, persónulega finnst mér saltkjöt og baunir algjör snild og þessi heppnaðist mjög vel hjá okkur að öllu leiti finnst mér, þá sérstaklega bragðið. 




Steiktur Fiskur með brúnuðum lauk

Í þessu bloggi ætla ég að fjalla um hvernig maður eldar Steiktan fisk, en uppskriftin sem ég mun notast við er í bókinni Við matreiðum á bls. 91.


Ég og Rannveig ákváðum að nota ýsu í þennan rétt en við byrjum á því að skera flökin í minni bita ásamt því að hreinsa þau og þerra. Síðan tökum við stykkin veltum þeim upp úr hveiti, salti og pipar. Næst bræðum við smjörlíki á pönnu og steiktum síðan fiskinn upp úr því þar til hann brúnaðist. Eftir það slökktum við á hellunni og létum fiskinn biða á pönnunni í nokkrar mínótur á meðan við förum að brúna lauk.

Við skárum laukinn í þunnar sneiðar og brúnuðum hann upp úr smjörlíki.

Með þessu buðum við upp á kartöflur og kokteilsósu. Þessi réttur stóðst mínar væntingar, þær voru reynar ekkert rosalega háar en ég er ekki mikið fyrir hvítan fisk. Engu að síður bragðaðist þessi fiskur mjög vel.







Spergilkálsúpa

Í þessu bloggi ætla ég að fjalla um hvernig maður eldar Spergilskálsúpu, en uppskriftin sem ég mun notast við er í bókinni Eldað í dagsins önn á bls. 85.



Jæja, þá er komið að aðalréttinum í þessari verkmöppu ( kaldhæðni ) en það er sko Spergilkálsúpan, Þetta var rosalega einfalt í gerð en við byrjum á þvi að skera niður allt grænmetið niður og sjóðum það í sirka 15 mín. Síðan vippar maður upp einum töfrasprota og maukar það allt niður sem gékk mjög vel, þetta var lang skemmtilegasti parturinn en ég hafði aldrei prófað töfrasprota áður og þetta var bara eitt mesta snildar tæki sem ég hef prófað. Næst bætum við rjómaostinum við og leyfum honum að blandast við restina á meðan við hrærum, þegar það er komið þarf bara að bæta mjólkinni við og svo krydda eftir smekk. Mér fannst algjör snild að setja til dæmis kúmen í súpuna til að bragðbæta hana aðeins (Rannveigu fannst það ekki vera alveg jafn mikil snild). Þrátt fyrir mínar rosalegu krydd hæfileika þá reyndist súpan ekki góð, heldur bragðlítil og það littla bragð sem maður fann var ekki gott.

Þegar þetta er allt komið er síðan mjög sniðugt að fara á KFC og pannta sér einn Zinger Tower borgara með Huney  BBQ og auka piparmæjó til að fullkomna kvöldið.





Steiktar Fiskibollur

Í þessu bloggi ætla ég að fjalla um hvernig maður gerir steiktar fiskibollur, en uppskriftin sem ég mun notast við er í bókinni Eldað í dagsins önn á bls. 40.




Við ákváðum að nota ýsu í okkar fiskibollur, en við byrjum á þvi að tæta fiskinn niður í matvinnsluvél. Þegar fiskurinn okkar er tilbúinn þá bætum við við þurrefnunum og hrærðu eggi. Þar sem okkur Rannveigu finnst laukur ekki vera góður í fiskibollum ákváðum við að sleppa þeim. Næsta skref er að blanda mjólkinni smám saman í blöndunar okkar og hræra á milli. Þegar það er búið á að móta bollur úr blöndunni og því næst steikja þær á þremur hliðum.

Ég og Rannveig settum bollurnar svo í eldfastmót og kláruðum að steikja þær í ofni því okkur fannst sósan í uppskriftinni ekki hljóma vel og við vildum frekar hafa stökkar bollur. Í staðinn gerðum við eina bestu karrýsósu sem ég hef smakkað en uppskritina af henni fá finna hér.

Í meðlæti með þessu voru svo hrísgrjón sem að klikka auðvitað ekki með karrysósu.

Þetta gékk allt mjög vel og í raun ekkert sem gékk illa. Þessar fiskibollur komu rosalega vel út og það er alveg ótrúlegt hvað heimatilbúnar fiskibollur eru miklu betri en þær sem maður kaupir út í búð. við munum pottþétt gera þessar aftur.






Wednesday, December 3, 2014

Íslensk Kjötsúpa

Í þessari grein ætla ég að fjalla um þegar ég og Rannveig gerðum saman íslenska kjötsúpu. Uppskriftin sem við notuðum kom úr bókinni Eldað í dagsins önn á bls. 9.




Það kom mér á óvart þegar ég las þessa uppskrift hvað það er lítið mál að gera kjötsúpu. Við byrjuðum á þvi að skjóða kjötið ásamt kraftinum og pössuðum að suðan detti ekki niður. Einnig þurfum við að taka sem mesta af froðunni þegar hún byrjar að myndast. Næst bætum við saltinu og súpujurtunum við og leyfum að sjóða í sirka klukkutíma. Þá  á meðan skárum við niður grænmetið. Þegar súpan var búin að fá að sjóða nóg bættum við grænmetinu í pottinn og svo til þess að þykkja súpuna þá hristum við saman súpuduft og 1dl af vatni og bættum í.

Það gékk allt mjög vel hjá okkur,

Þessi kjötsúpa er í senn mjög auðveld í gerð en samt soldið timafrek, hún var fullkominn alveg ein og sér og stóðst allar væntingar enda var hún í matinn tvo daga í röð.