Thursday, December 11, 2014

Steiktur Fiskur með brúnuðum lauk

Í þessu bloggi ætla ég að fjalla um hvernig maður eldar Steiktan fisk, en uppskriftin sem ég mun notast við er í bókinni Við matreiðum á bls. 91.


Ég og Rannveig ákváðum að nota ýsu í þennan rétt en við byrjum á því að skera flökin í minni bita ásamt því að hreinsa þau og þerra. Síðan tökum við stykkin veltum þeim upp úr hveiti, salti og pipar. Næst bræðum við smjörlíki á pönnu og steiktum síðan fiskinn upp úr því þar til hann brúnaðist. Eftir það slökktum við á hellunni og létum fiskinn biða á pönnunni í nokkrar mínótur á meðan við förum að brúna lauk.

Við skárum laukinn í þunnar sneiðar og brúnuðum hann upp úr smjörlíki.

Með þessu buðum við upp á kartöflur og kokteilsósu. Þessi réttur stóðst mínar væntingar, þær voru reynar ekkert rosalega háar en ég er ekki mikið fyrir hvítan fisk. Engu að síður bragðaðist þessi fiskur mjög vel.







No comments:

Post a Comment