Í þessu bloggi ætla ég að fjalla um hvernig maður eldar Spergilskálsúpu, en uppskriftin sem ég mun notast við er í bókinni Eldað í dagsins önn á bls. 85.
Jæja, þá er komið að aðalréttinum í þessari verkmöppu ( kaldhæðni ) en það er sko Spergilkálsúpan, Þetta var rosalega einfalt í gerð en við byrjum á þvi að skera niður allt grænmetið niður og sjóðum það í sirka 15 mín. Síðan vippar maður upp einum töfrasprota og maukar það allt niður sem gékk mjög vel, þetta var lang skemmtilegasti parturinn en ég hafði aldrei prófað töfrasprota áður og þetta var bara eitt mesta snildar tæki sem ég hef prófað. Næst bætum við rjómaostinum við og leyfum honum að blandast við restina á meðan við hrærum, þegar það er komið þarf bara að bæta mjólkinni við og svo krydda eftir smekk. Mér fannst algjör snild að setja til dæmis kúmen í súpuna til að bragðbæta hana aðeins (Rannveigu fannst það ekki vera alveg jafn mikil snild). Þrátt fyrir mínar rosalegu krydd hæfileika þá reyndist súpan ekki góð, heldur bragðlítil og það littla bragð sem maður fann var ekki gott.
Þegar þetta er allt komið er síðan mjög sniðugt að fara á KFC og pannta sér einn Zinger Tower borgara með Huney BBQ og auka piparmæjó til að fullkomna kvöldið.
No comments:
Post a Comment