Wednesday, December 3, 2014

Gúllas með hrærðum kartöflum

Í þessari færslu sýni ég hvernig ég og Rannveig gerði smásteik (gúllas) bls. 122 og hrærðar kartöflur bls. 155 úr bókinni Við matreiðum. Með þessu buðum við einning upp á snittubrauð eins og þau sem ég fjallaði um á blogginu mínu í október. 




Þessi réttur var sá fyrsti sem ég og Rannveig gerðum í verkmöppu 2 en það var líklegast útaf því gúllas með kartöflumús er ekki erfitt að elda og þetta var einn af bestu réttunum á listanum. 

Við byrjuðum á því að gera gúllasið þar sem við héldum að það myndi taka meiri tíma en kartöflurnar. Kjötið sem við vorum með var tilbúið nautagúllas sem við létum þerrast á meðan við skárum grænmetið. Við hristum kjötið upp úr hveiti, salti og pipar og steiktum það á pönnu með olíu og þegar kjötið var brúnað þá blönduðum við öllu saman og leyfðum að sjóða á vægum hita í langan tima. 

Fyrst hélt ég að hrærðu kartöflurnar myndu ekki ganga vel þvi ég hafði ekki gert þær áður frá grunni. Það hinsvegar reyndist vera virkilega auðvelt að gera hrærðar kartöflur. Þegar við vorum buin að fylgja uppskriftinni af kartöflunum þá fannst okkur alveg rosalega lítið bragð af þeim svo við þurftum að bæta við meira af sykri, salti og pipar til að fá smá bragð í þær. 

Í lokin var kominn kvöldmáltíð sem var mjög góð og stóðst allar væntingar en eins og ég sagði í upphafi á var borið fram snittubrauð með þessu.






No comments:

Post a Comment