Pönnukökur!
Einfaldar og bragðgóðar
Eins og titillinn segir þá mun þessi grein fjalla um pönnukökur, þá aðallega pönnukökurnar sem ég var að búa til rétt í þessu. Uppskriftin sem ég notaði er úr bókinni Við Matreiðum og er á blaðsíðu 221.
![]() |
Uppskriftin |
Ég mun fylgja þessari uppskrift við að gera mínar eigin pönnukökur fyrir utan að ég mun sleppa við að nota dropana því ég á þá því miður ekki til en það gerir ekki til.
Ástæðan fyrir því að við sigtum þurrefnið saman í skál er til þess að deigið okkar verði kekklaust þegar við bætum eggjunum og mjólkinni við en það er mikilvægt þegar maður bakar deigið seinna.
Þeytum egg og bætum mjólk við |
Brjótum næst egg ofan í skál, pössum að engin skurn fari ofan í og þeytum það. Þegar ekkið okkar hefur verið þeytt þá blöndum við mjólkinni saman við eggið. Þegar það er búið þá hrærum við blöndunni saman í skálina með þurrefnunum, pössum að hræra vel svo það myndast ekki kekkir.
Degið okkar tilbúið |
Næst þá tökum við fram pönnuna og bræðum smjör á henni. Þegar smjörið hefur bráðnað þá er því helt ofan í degið okkar og hrært saman.
Pönnukökur færa alltaf bros á vör |
Þegar deigið og pannan eru tilbúin þá get ég loksins farið að baka. Það tekur alltaf soldinn tíma að baka pönnukökur þar sem við getum aðeins gert eina í einu og það er líka mikilvægt að einbeita sér að bakstrinum allan tíman því annars er hætt við að þær brenni. Það gékk mjög vel hjá mér að baka pönnukökurnar en ég hef reyndar verið í mjög góðri æfingu í því seinustu ár. Það sem gékk illa í þessum bakstri var að ég borðaði mig saddan af pönnukökum rétt fyrir kvöldmat.
Þegar allt degið er búið þá er kominn tími til að njóta, en ekkert er betra en nýbakaðar pönnukökur með rjóma og sultu!
![]() |
Bara gott! |