Thursday, October 16, 2014

Heilsubrauð

Í þessari grein ætla ég að sýna hvernig ég gerði heilsubrauð. Ég notaði uppskrif úr bókinni Eldað af dagsins önn af blaðsíðu 118.


Ég byrja á því að blanda saman öllum hráefnunum saman í hrærivél. Því miður var ekki til heilhveiti svo ég notaði venjulegt hveiti í staðinn.


Allt komið sama í skál

Ég passaði mig eins mikið og ég gat að hræra ekki og mikið.


Þegar degið er tilbúið þá set ég það ofan í smurt jólakökuform.


Bökum brauðið okkar svo inn í ofni á 180 í um það bil 50 mín.



Þetta brauð er ekki fyrir mig, en mér finnst það einnig ekki hafa heppnast nógu vel hjá mér. Degið minnti meira á leir heldur en brauðdeig þegar það var komið í kökuformið. Mér fannst mjög áhugvert að prófa þessa uppskrift en ég hef ekki gert svona brauð áður.

Sólkjarnabrauð

Í þessari grein ætla ég að sýna hvernig ég gerði sólkjarnabrauð. Uppskriftin sem ég nota er úr bókinni Af bestu lyst I af blaðsíðu 30.

Uppskriftin

Ég byrja á að setja ger í volgt vatnsbað og læt það standa í 5-10mín. Á meðan þá blöndum við saman þurrefnunum okkar sama í aðra skál.


Þegar gerið og vatnið er búið að fá að standa þá blöndum við olíu við og að lokum þurrefnisblöndunni. Svo læt ég degið hefast í vatnsbaði


Þegar degið er búið að hefast þá hnoða ég það aftur.


Degið mitt er núna tilbúið og ég skipti því í þrjá jafna bita. Ég móta stóra kúlu úr einum bitanum, og svo skipti ég hinum tveim bitunum niður í fjóra jafn stóra bita hvor.


Ég raða littlu bitunum í kring um stóra bitan.


Að lokum pennsla ég þetta allt með eggi og strái sesamfræjum yfir.




Þetta heppnaðist mjög vel, því miður átti ég ekki til pressuger svo ég þurfti að nota þurrger svo fyrsta skrefið er kannski soldið skrítið en ég ákvað að fylgja uppskriftinni alveg. Svo notaði ég bara sesamfræ en ekki sólkjarnafræ. Allt fyrir utan það gékk mjög vel.

Naanbrauð

Í þessari grein ætla ég að sýna hvernig ég gerði naanbrauð, uppskriftin sem ég fer eftir er í bókinni Eldað í dagsins önn á blaðsíðu 117.



Ég byrja á því að setja sykur og ger saman í skál.


Ég blanda saman mjólk og jógúrt og set í örbylgjuofn til þess að hita upp í 37°. 


Næst blanda ég mjólkurjógúrtblöndunni við sykurgerblönduna og leyfi að standa. Síðan blanda ég saman restinni af hráefnunum eftir uppskriftinni og set svo í heitt vatnsbað.


Á meðan degið hefast, þá banda ég saman kryddi á disk, ég átti ekki garam masala svo ég notaði karrí í staðinn. Einning var ég með þurrkaðan kóríander frekar en ferskan.


Þegar degið er búið að hefast, þá hnoða ég það og skipti í tólf jafna búta og búum til naanbrauð úr þeim.

Hér sérðu hvernig á að búa til Naanbrauð

Þegar ég er búinn að búa til naanbrauðin þá set ég þau inn í ofn og á meðan bræði ég saman hvítlauk og smjör sem ég svo pennsla yfir þegar brauðin koma úr ofninum.


Rosalega gott
Þessi Naanbrauð voru alveg fáramlega góð, ég hefði líklegast geta kramið degið aðeins betur en mér fannst brauðin mín lyftast mjög mikið í ofninum. Það sem gékk vel var bara að þetta voru virkilega góð brauð!

Hversdagsbrauð

Hversdagsbrauð

Þá er röðinn kominn að hversdagsbrauði. Uppskriftin sem ég fylgi er í bókinni Eldað í dagsins önn á blaðsíðu 112

Uppskriftin


Þessi uppskrift er mjög svipuð og hin brauðinn sem ég er búinn að vera gera. Því miður átti ég hvorki heilhveiti né brauðhveiti þá notaði ég venjulegt hveiti í staðinn, svo það gékk ekki vel.


Þegar ég var búinn að setja allt hveitið sem uppskriftin sagði mér að setja í degið, þá var það samt mjög blautt svo ég þurfti að bæta við töluverðu magni af hveiti áður en ég varð sáttur með degið mitt. Það gékk mjög vel að gera degið enda er ég kominn í mjög góða æfingu við það við gerðina á þessari verkmöppu.

Allt að koma til
Þegar ég var sattur með degið mitt þá setti ég það í smurt jólaköku form, penslaði degið með eggi og stráði sesamfræjum yfir.

Sáttur með degið


Degið tilbúið í ofninn
Deigið átti að fá að hefast í ofninum á meðan hann var að hitna, en ofninn var búinn að vera í gangi áður en ég bakaði svo degið fékk ekki að hefast eins mikið og það átti



Ég fór kannski ekki algjörlega eftir uppskriftinni en engu að síður kom brauðið vel út og bragðaðist vel líka.

Thursday, October 9, 2014

Jólakaka

Jólakaka

Núna mun ég fara í gegnum það hvernig ég bý til jólaköku, en ég nota uppskrift í bókinni Við matreiðum sem er á bls 251.


Uppskriftin
Samkvæmt uppskriftinni má velja á milli aðferða en ég valdi aðferð I sem er sú sama og ég notaði í eplakökublogginu mínu. Þá byrja ég á því að blanda saman smjörlíki og sykri.

Smjörlíki og sykurblandan

Þegar Smjörlíkið og sykurinn eru búinn að blandast vel saman þá bæti ég við tveimur eggjum og held áfram að hræra. Þegar blandan mín var orðin vel þeytt þá hóf ég að bæta við þurrefnum og mjólk til skiptis á meðan ég hræri á hægum hraða. Það gékk mjög vel að búa til degið eftir þessari uppskrift aftur, eftir að maður var búinn að fá æfingu í eplakökunni.



Ég er ekki sérstaklega mikið fyrir rúsínur í jólaköku og þess vegna ákvað ég að hafa frekar súkkulaði í staðinn. Ég notaði dökkan súkkulaði hjúp og felldi hann inn í degið.

Súkkulaðið komið í degið

Þá er degið okkar alveg tilbúið og kominn tími á að setja degið í smurt jólakökuform.


Jóla kakan er svo bökuð á 175° í um eina klukkustund.



Eins og sést á mynd fyrir ofan, þá var smá vesen að súkkulaðið féll soldið niður í kökunni. En það þarf að fara mjög varlega að taka kökuna úr forminu og losa vel í hliðunum annars gæti hún dottið í sundur.
*cough rannveig cough*

Bananabrauð

Bananabrauð

Þá er röðinn kominn af bananabrauði, uppskriftin sem ég ætla að fylgja er úr bókinni Af bestu lyst 1 á blaðsíðu 32.
Uppskriftin

Það klikkaði soldið í byrjun hjá mér, en ég átti ekkert all-bran svo ég ákvað að nota kornflex í staðinn. Einning voru bananarnir mínir ekki nógu þroskaðir svo það byrjar allt á afturfótunum í þetta skiptið.

Stappa saman banana og kornflex

Þegar bananablandan er orðin nógu vel stöppuð blanda ég saman olíu, sykri og eggjum og bæti svo bananablöndunni við það.


Allt í einn mauk

Næst blanda ég saman öllum þurrefnunum saman í skál og hræri því rólega inn í degið.


Þegar degið er tilbúið þá setjum við það ofan í smurt jólakökuform og þá er brauðið tilbúið í ofnin. 


Bökum svo á 180° í eina klukkustund.



Útkoma leið bara heldur vel út. Ég er mikill aðdáandi Bananabrauðs svo ég var alveg til í eitt svona á heimilið. Var soldið skrítið að hafa kornflex en engu að síður mjög gott.

Bollukaka með sesamfræi

Bollukaka með sesamfræi

Einfaldar og góðar í nesti

Hér mun ég sýna hvernig ég bakaði bolluköku með sesamfræi. Uppskrifin sem ég notaði er úr bókinni Við matreiðum af blasíðu 246. Sú uppskrift er upp á 30 bollur svo ég ákvað að helminga hana því annars hefði ég endað með alltof mikið af bollum.


Uppskrifin
Ég byrja á því að skella þurrefnum saman í eina skál

Þurrefnin komin saman í skál

Næst Þeyti ég egg, tek eina matskeið frá en helli restini ofan í skálina mína. Síðan blanda ég saman heitu vatni og kaldri mjólk og útkoman ætti að vera ylvolgur vökvi sem ég helli ofan í skálina mína og hræri vel. Útkoman var soldið blaut svo ég þurfti að blanda frekar miklu hveiti við, en þegar degið var orðið flott þá skellti ég loki á skálina og setti í eitt vatnsbað.


Add caption
Þegar degið er búið að hefast á að hnoða það aftur þangað til degið verður tilbúið



Þá er komið að því að skipta niður deginu í bollur. Þar sem uppskriftin segir að við ættum að fá 30 bollur og við gerðum hálfa uppskrift þá ættum við að gera 15 bollur úr þessu. Ég hinsvegar ákvað að gera 16 bollur aðeins útaf því það er auðveldara að skipta niður deginu. Þá skipti ég deginu í helming, og svo aftur í helming, og svo aftur í helming, oooog svo aftur í helming. Þá ættum við að fá 16 bollur sem ættu allar að vera í svipaðri stærð, þar sem það er auðveldast að skipta degi í tvo hluta.

Svo gerir maður þetta aftur....og aftur.

Þegar bollurnar eru tilbúnar þá byrjar ég á því að setja eina bollu í miðjuna og byrja síðan að raða restinni í kring um hana.




Þegar ég er búinn að raða bollunum pensla ég eggi ofan á þær og strái sesamfræum yfir og þá eru bollukakan tilbúinn í ofninn.


Þetta heppnaðist mjög vel, og bollurnar stóðust heldur betur væntingar.